Veiðiferð skráð af: Kjartan Pálmason

Veiðistaður

Dags:
 17.07.2011 16:00 - 19.07.2011 13:00
Staðsetning:
 Álftafjörður - Austurland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Vorum að fara í fyrsta skiptið í Selánna.  Þegar við keyrðum yfir brúnna, leyst okkur ekki á blikuna.  Höfðum heyrt að það væri lítið í henni og misstum næstum því trúnna strax í upphafi.  Lentum í basli með að finna veiðihúsið, því leiðbeiningarnar voru kolvitlausar, en á endanum komumst við að húsinu sem er um 8 km frá ánni.  Eftir að hafa lesið veiðibókina og dagbókina og séð að aðeins 10 laxar voru komnir á land þá vissum við að ekki væri úr miklu að moða, en vorum þó í von vegna strórstreymis daginn á undan.  Við sáum að öll veiðin var fyrir ofan veg, og keyrðum uppeftir.   Í fáum orðum, þá er áin stórglæsileg.  Það sem við sáum við þjóðveginn er í raun óskyljanlegt því áin virtist mun meiri ofantil, sem meikar ekki sens.  Fullt af flottum hylum og strengjum, dásamlegt að labba milli hilja í öllum stærðum og gerðum.  Efstu svæðin minna á Stóru Laxá, djúp gil og djúpir flottir hylir, svo liðaðist áin í hlikkjum, meðfram klettum og líparitskriðum.  Eina sem vantaði í þetta allt var aðal atriðið.  Fyrstu vaktina sáum við tvo fiska efst og lönduðum einum á gangi niðureftir, 3,7 kg á green but keilu.  Daginn eftir börðum við allt sundur og saman, sámum 5 laxa í viðbót, setti í einn rétt fyrir kl 21 en hann sleit sig lausann.  Inn í síðustu vaktina var gengið með hálfan hug, sótt í þá hylji sem höfðu geymt lax daginn áður.  Hilur sem heytir brúarstólpi, geymdi 4 fallega laxa en þeir litu ekki við neinu.  Hagi reyndist allavega geyma um 12 laxa, þar kom einn á maðk á síðustu vaktinni.  Og þriðji laxinn veiddist í gljúfri sem ég man ekki hvað heitir.  3 laxar á land, 3,5- 3,7 og 3,3 kg.   ótrúlega veiðileg og flott á en vantar fiskinn, ef það næst að bæta úr því, þá er ég til í að fara þarna aftur þó það taki um 6 tíma að keyra...   En veðrir far frábær sem og félagsskapurinn.. Flottur túr.

Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Kjartan Pálmason

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax13.772.0 Hrygna Nei Green But keila ónefndur
Lax13.5 Hrygna Nei Maðkur Hagi
Myndir

Vlcsnap 2011 07 20 13h50m17s84
Selá í Álftafirði,...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: