Veiðiferð skráð af: Jón Þórðarson

Veiðistaður

Dags:
 29.06.2017 07:00 - 03.07.2017 13:00
Staðsetning:
 Rétt vestan við Hvolsvöll - Suðvesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Fórum félagarnir í Eystri Rangá undir lok mánaðarins í klakveiði og svo í beinu framhaldi í "opnunina". Það verður að segjast eins og er að þetta var heilt yfir ansi rólegt hjá okkur, en vorum þó aðeins að kroppa og verða varir.

Í klakveiðinni höfðum við 2 svæði á hverri vakt. Náðum því að fara hringinn á þessum 2 dögum í klakinu. Fyrsta vaktin var mjög róleg á svæði 4-3, einn lax á land í Hrafnaklettum og ekkert meira varir. Eftir hádegi náðum við einum laxi á lambhagabreiðu og einni bleikju í Oddhól. Daginn eftir áttum við svæði 7-8-9 fyrir hádegi og 6-5 eftir hádegi. Náðum að særa einn upp úr Tóftarhylnum fyrir hádegi en urðum ekkert meira varir. Eftir hádegi náðum við 4 löxum og einni bleikju, 2 á Dýjanesbreiðu og bleikju, og 2 á Rangárvaði. Klakveiði lokið!

Við byrjuðum á svæði 3 í næstu lotu. Skemmst er frá þessarri morgunvakt að segja að við hvorki sáum fisk né urðum varir alla morgunvaktina. Magnað!

Eftir hádegi fórum við á svæði 2 og það var heldur líflegra þar hjá okkur en fyrir hádegið. Náðum 2 löxum á land úr Rimahyl og misstum þann þriðja. Áttum svæði 1 annann morguninn og byrjuðum við á Bátsvaðinu. Frekar var þetta rólegt framan af en enduðum þó með 2 smálaxa og eina bleikju eftir þessa morgunvakt, en þeir komu báðir á síðustu 2 klst. Eftir hádegi áttum við svæði 9 og var afar rólegt þar. Náðum þó að setja í einn lax í Tungunesinu sem við misstum svo eftir 5 mínútna viðureign.

Síðasta daginn áttum við svæði 8-7. Fórum yfir alla staði á morgunvaktinni á svæði 8 en nákvæmlega ekkert að gerast fyrr en um 11 leytið. Náðum þá að setja í eina 4 laxa fram að hádegi, en náðum því miður bara 2 á land. Þeir komu í Tóftarhyl og Heljarstíg en þessir sem við misstum voru í Móbakka og Heljarstíg. Eftir hádegi áttum við svæði 7, en í stað þess að fara veiða fórum við bara heim enda orðnir þreyttir eftir næstum 5 daga veiði og að fara á svæði sem var alveg dautt.

Veður
veður Gola
Svalt (5°-9°)
Rigning

Afli

Veiðimaður: Jón Þórðarson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax164.0 Hængur Sunray Shadow Hrafnaklettar Stefán
Lax180.0 Hrygna Nei Snælda Lambhagabreiða Siddi í klak
Lax181.0 Hrygna Nei Sunray Shadow Tóftarhylur Hjalti í klak
Lax176.0 Hrygna Nei Sunray Shadow Rangárvað Helgi í klak
Lax175.0 Hrygna Nei Sunray Shadow Rangávað Stefán í klak
Lax180.0 Hængur Skógá Dýjanesbreiða Nonni
Lax180.0 Hrygna Snælda Dýjanesbreiða Siddi
Lax165.0 Hængur Nei Iða Rimahylur Nonni í klak
Lax183.0 Hrygna Nei Hammer Rimahylur Nonni í klak
Lax159.0 Hrygna Nei Snælda Bátsvað Siddi
Lax159.0 Hængur Nei Hammer Bátsvað Nonni
Lax181.0 Hrygna Nei Hammer Tóftarhylur Nonni í klak
Lax178.0 Hrygna Nei Hammer Heljarstígur Nonni í klak
Bleikja157.0 Hrygna Snælda Oddhóll Siddi
Bleikja11.0 Hængur Snælda Oddhóll Siddi
Bleikja11.0 Hrygna Rauður Frances Dýjanesbreiða Nonni
Myndir

Heljarst%c3%adgur
Eystri Rangá, 29.0...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: