Veiðiferð skráð af: Jón Þórðarson

Veiðistaður

Dags:
 24.07.2017 07:00 - 26.07.2017 22:00
Staðsetning:
 Rétt vestan við Hvolsvöll - Suðvesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Fórum í okkar árlegu veiðiferð í Eystri í júlílok. Veiðin hefði verið vægast sagt róleg svona miðað við tíma þegar við mættum. Voru að kroppast þetta 7-13 laxar úr ánni á dag sem er arfa lélegt á þessum árstíma.

Við áttum svæði 4 fyrstu vaktina og höfðu veiðst heilir 2 laxar á því svæði þegar við komum. Áin var fín hvað lit varðar og vatnshitinn var 6°. Náðum 2 löxum í Tjarnarhyl og misstum þann þriðja þar og lönduðum svo 3 löxum í viðbót á hofteigsbreiðu skömmu fyrir hádegi. Alls ekki slæm morgunvakt miðað við hverning þetta hafði verið dagana á undan.

Eftir hádegi fórum við svo á Hrafnaklettana og náðum við 4 löxum þar, einni bleikju og einum urriða. Þetta kom allt úr Hrafnaklettunum og Strandasíkinu.

Daginn eftir áttum við svæði 2 að morgni og er skemmst frá því að segja að við sáum ekki ugga allan morguninn og urðum ekkert varir. Eftir hádegi fórum við á Bátsvaðið. Þar var eitthvað af fiski en laxinn var að taka fluguna alveg ótrúlega illa. Misstum átta laxa og náðum aðeins þremur á land og einni bleikju.

Síðast morguninn áttum við svæði 9. Áin kakó vegna sólbráðar og hífandi roks deginum áður þannig að þetta var alltaf að fara vera erfitt. En við reyndum samt alla staði en ekkert gekk. Sáum ekkert né urðum varir. Eftir hlé fórum við á áttuna og eini staðurinn sem við sáum fisk var í Tóftarhyl. Allir staðir prufaðir amk tvisvar en ekkert að sjá, enginn taka eða neitt.. algerlega steindautt annarsstaðar. Náðum 3 löxum í Tóftarhyl og misstum 2.

Þetta er ein allra rólegsta veiði sem við höfum lent í þarna á þessum árstíma og mjög lítið af fiski í ánni á þessum tímapunkti.

Veður
veður Rok
Heitt (>=15°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Jón Þórðarson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax13.266.0 Hængur Nei Snælda Tjarnarhylur Siddi
Lax16.588.0 Hængur Nei Snælda Tjarnarhylur Fiddi
Lax12.461.0 Hængur Nei Dreka Snælda Hofteigsbreiða Nonni
Lax12.261.0 Hængur Nei Sunray Shadow Hofteigsbreiða Gísli
Lax12.060.0 Hrygna Nei Maðkur Hofteigsbreiða Fiddi
Lax11.957.0 Hrygna Nei Þýsk snælda Strandasíki Fiddi
Lax11.857.0 Hængur Nei Dreka Snælda Hrafnaklettar Nonni
Lax12.359.0 Hængur Nei Sunray Shadow Hrafnaklettar Gísli
Lax12.357.0 Hrygna Nei Toby Strandasíki Nonni
Lax11.854.0 Hrygna Nei Sunray Shadow Bátsvað Gísli - örmerktur
Lax13.568.0 Hængur Nei Sunray Shadow Bátsvað Siddi
Lax11.955.0 Hængur Nei Toby Bátsvað Nonni
Lax12.662.0 Hængur Nei Metallica Tóftarhylur Siddi
Lax180.0 Hrygna Nei Metallica Tóftarhylur Gísli - í klak
Lax11.954.0 Hrygna Nei Dreka Snælda Tóftarhylur Nonni
Bleikja148.0 Hrygna Nei Sunray Shadow Hrafnaklettar Gísli
Bleikja145.0 Hrygna Sunray Shadow Bátsvað Gísli
Urriði142.0 Nei Dreka Snælda Hrafnaklettar Nonni
Myndir

Tungufoss
Eystri Rangá, 24.0...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: