Veiðiferð skráð af: Diddi Eðvarðs

Veiðistaður

Dags:
 11.04.2018 16:00 - 13.04.2018 10:00
Staðsetning:
 Óflokkað
Veiði:
 Óflokkað
Lýsing

Ótrúleg vorveiði í mjög góðum félagsskap. Við vorum mjög heppnir miðað við árstíma og alls ekki hægt að kvarta yfir veiðiveðrinu. Það var skýjað mestallan tímann og rigning annað slagið, þó rok stöku sinnum. Við fórum sex saman og gerðum frábæra veiði, allir fengu fisk og allir mjög hrifnir af ánni. Hollið endaði í c.a. 40 fiskum. Þar voru líka nokkrir vel vænir, en þeim var nánast öllum sleppt. Örfáir smærri geldfiskar voru teknir í soðið. Ég landaði sjálfur ellefu fiskum og sleppti átta af þeim. Sumir voru vel vænir, ég fékk tvo 8 punda, tvo 10 punda, einn 16 punda og einn 20 punda sem er mesta ferlíki sem ég hef landað á ævinni. Þetta var glæsilegur hængur og ekki hægt að sjá að hann væri búinn að dvelja í ánni frá seinasta hausti, hrygna og lifa veturinn af. Heldur var hann ótrúlega hraustlegur, að sjálfsögðu fékk hann að synda aftur út í hylinn og þar ég ég heimsæki þessa stókostlegu á aftur í haust fæ ég vonandi að hitta hann aftur.
Geirlandsá er með flottari ám sem ég hef veitt á rúmum tuttugu árum og klárt mál að ég heimsæki hana aftur.

Veður
veður Kaldi
Svalt (5°-9°)
Skýjað

Afli

Veiðimaður: Diddi Eðvarðs

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Sjóbirtingur15.0 Hrygna Black ghost Ármót Zonker
Sjóbirtingur12.0 Hrygna Nei Fish Skull Ármót Regnboga Fish Skull
Sjóbirtingur110.0 Hængur Fish Skull Ármót Regnboga Fish Skull
Sjóbirtingur15.0 Hængur Fish Skull Ármót Regnboga Fish Skull
Sjóbirtingur14.0 Hængur Fish Skull Ármót Regnboga Fish Skull
Sjóbirtingur12.5 Hængur Fish Skull Ármót Regnboga Fish Skull
Sjóbirtingur12.5 Hængur Fish Skull Ármót Regnboga Fish Skull
Sjóbirtingur12.5 Hrygna Nei Fish Skull Ármót Regnboga Fish Skull
Sjóbirtingur14.0 Hængur Fish Skull Ármót Regnboga Fish Skull
Sjóbirtingur13.0 Hrygna Nei Fish Skull Ármót Regnboga Fish Skull
Sjóbirtingur18.0 Hængur Fish Skull Ármót Regnboga Fish Skull
Myndir

8 punda h%c3%a6ngur.
Geirlandsá kirkjub...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: