Hafðu samband

Veiðibók er samvinnuverkefni sem gagnast öllum veiðimönnum. Allir hafa hag af því að upplýsingar um veiði á Íslandi séu aðgengilegar og réttar. Innihaldið á síðunni er algjörlega skapað af notendum hennar og við þurfum þína hjálp til að bæta það. Hvert framlag þarf ekki að vera mikið því margt smátt gerir eitt stórt! Þú getur til dæmis:

  1. Skráð upplýsingar um veiðisvæði - veiðitímabil, fjöldi stanga, hvar fást leyfi, verð leyfa, o.s.frv.
  2. Bætt við eða breytt veiðistaðalýsingu fyrir ár og vötn sem þú þekkir.
  3. Skráð GPS-hnit fyrir veiðistaði. GPS hnit notum við til að birta kort af veiðisvæðum, finna hæð yfir sjávarmáli og einnig til að birta sjálfvirkar veðurspár. Hnit má t.d. finna í GPS tækjum, á kortavefn já.is og í Google Maps.
  4. Skrifað lýsingu á flugum, bætt við nýjum eða hjálpað til að flokka þær sem fyrir eru.
  5. Bætt myndum við veiðistaði og flugur.
  6. Skráð þína veiði og deilt henni með öðrum.
  7. Notað vefinn og sent okkur línu með þínum athugasemdum, hugmyndum og pælingum!