Hvað er Veiðibók.is?
Veiðibók.is er rafrænt veiðibókhald til að halda utan um allar veiðiferðirnar þínar á einum stað. Þú getur skoðað allar gömlu veiðiferðirnar þínar, séð tölfræði yfir veiðina, sent ferðirnar á vini þína, skoðað hvort og þá hvar aðrir eru að fá'ann og skoðað myndir úr veiðiferðum og af veiðistöðum.
Veiðibók.is er líka alfræðisafn um íslenska veiðistaði og flugur. Allir geta skráð upplýsingar um veiðistaði og flugur sem þeir þekkja til. Ekki hika við að bæta við og breyta því sem er birt hér á vefnum.
Hvað get ég gert á Veiðibók.is?
 • Þú getur á einfaldan hátt skráð allar þínar veiðiferðir og afla.
 • Þú stjórnar því hvort að veiðibókin þin er sýnileg öðrum eða ekki.
 • Þú færð ítarlegt tölfræðiyfirlit yfir alla þína veiði.
 • Þú getur hlaðið inn myndum úr veiðiferðunum þínum og af veiðistöðum sem þú hefur veitt á.
 • Þú getur stofna veiðifélag þar sem þú og veiðifélagarnir getið haldið utan um allar veiðiferðirnar ykkar og skráð inn fréttir.
 • Þú getur sent veiðiferðirnar þínar til félaganna.
 • Þú getur prentað út veiðistaðalýsingar og flugulýsingar á prentvænu formi, hentugt til að taka með sér í veiðiferðina.
 • Þú getur skoðað nýjustu veiðiferðir sem notendur hafa skráð.
 • Þú getur séð upplýsingar um allan afla sem hefur verið skráður inná veiðibók.is eftir veiðistöðum og á hvaða flugur/beitur þessir fiskar hafa verið að veiðast.
 • Þú getur bætt við nýjum veiðistöðum og flugum og einnig breytt lýsingum á öðrum veiðistöðum.
 • Þú getur leitað að veiðistöðum eftir stafrófsröð eða notað Íslandskortið okkar þar sem þú getur leitað að veiðistöðum eftir staðsetningu.
 • Fyrir þá veiðistaði sem eru með skráð gps hnit (t.d. Þingvallavatn) þá birtum við sjálfkrafa veðurspá.
 • Á forsíðu Veiðibók.is er fréttaveita sem birtir sjálfkrafa allar nýjust fréttir af helstu veiðisíðum landsins.
Aðstandendur
Höfundar og ábyrgðaraðilar Veiðibókar.is eru Friðrik Runólfsson og Stefán Orri Stefánsson, veiðimenn og tölvukarlar, sem vinna að síðunni í frítíma sínum. Báðir eru þeir félagar í Stangveiðifélagi Reykjavíkur.
Upplýsingavernd
Upplýsingar sem þú skráir í þína persónulegu veiðibók eru þín eign og Veiðibók.is mun ekki selja þær öðrum aðilum. Hið sama gildir um birtingu upplýsinganna nema þú hafir sérstaklega heimilað birtingu með því að merkja við að þær séu sýnilegar öðrum.
Upplýsingar sem eru skráðar um flugur, ár og vötn eru hins vegar hluti af sameiginlegu veiðibókinni og eru aðgengilegar öllum.