Breytingar á Veiðibók
05.08.2008 kl. 22:16

Veiðibók.is hefur verið í hraðri þróun síðan opnað var fyrir fyrstu notendur í lok júní. Allmargir notendur hafa skráð sig og eru farnir að skrá veiðiferðir og veiðistaði. Þar sem Veiðibók.is er enn í þróunarfasa má búast við frekari breytingum næstu vikurnar.

Við erum enn að vinna í skemmtilegum atriðum eins og úttaki á skráðum veiðiferðum í Excel þar sem menn geta leikið sér með gögnin enn frekar. Endanlegt útlit er heldur ekki tilbúið.

Meðal helstu breytinga sem settar voru inn í þessari uppfærslu:

Fréttakerfi.
Fluga, veiðistaður og mynd vikunnar á veiðibók.is.
Notendur á veiðibók.is geta skráð athugasemdir við veiðiferðir hjá öðrum notendum.
Íslandskort á forsíðu til að skoða ár og vötn á veiðibók.is eftir landshlutum.
Notendur geta skráð flugur sem þeir mæla með við ár og vötn sem þeir hafa reynslu af að virki þar.
Núna er hægt að skrá veiðistaði á afla.
Notendur á veiðibók.is geta núna skoðað allar myndir sem þeir hafa sett inn á einni síðu undir "Skoða mínar myndir".

Við viljum heyra álit ykkar á Veiðibókinni. Hvað er sniðugt? Hvað er glatað? Hvað vantar? Hvað mynduð þið gera öðruvísi? Sendið okkur línu á veidibok@veidibok.is