Samstarf við Veidikortid.is um skil á veiðiskýrslu
24.05.2010 kl. 22:41

Veiðibók.is hefur í samstarfi við Veiðikortið sett upp skráningarkerfi á afla fyrir vötnin sem eru inn í Veiðikortinu.  Með þessu samstarfi er verið að reyna að gera veiðimönnum eins auðvelt fyrir og kostur er að skrá afla, en einnig er vonast til að fá meiri upplýsingar um aflatölur úr vötnum Veiðikortsins.

Til að skila inn veiðiskýrslu smellir þú á hlekkinni "Veiðikortið 2010" vinstra meginn á síðunni, en þá ertu sendur á yfirlitssíðu Veiðikortsins.
Þar er að finna lista yfir veiðistaði í Veiðikortinu og hægt að skoða hvern veiðistað, eða skila veiðiskýrslu fyrir veiðistaðinn.

Til að  skila veiðiskýrslu þá er einfaldlega smellt á "skila veiðiskýrslu" fyrir viðkomandi veiðistað. Þar þarf að skrá inn veiðidag, lýsingu, númer veiðikorts og aflann. Þegar þú ert búinn að fylla út allar upplýsingar ýtiru á "Skrá" og þar með ertu búinn.

Einfaldasta leiðin til að skila veiðiskýrslum er að vera skráður notandi á Veiðibók.is. Ef þú ert ekki nú þegar orðinni skráður notandi á Veiðibók.is hvetjum við þig til að nýskrá þig hérna. Þeir sem eru notendur veiðibókar og vilja skila inn veiðiskýrslu, þurfa bara að skrá inn númerið á Veiðikortinu sínu í profíl upplýsingar.
Þegar þeir hafa gert það munu allar veiðiferðir sem þeir skrá á veiðistaði í Veiðikortinu líka skrást sem veiðiskýrslur.