Myndir frá Mokveiði.is og ný útgáfa
15.06.2010 kl. 21:13

Í síðustu viku var sett inn ný uppfærsla á Veiðibók.is. Þar ber helst að nefna að við settum inn nýtt myndakerfi, sem gerir mun auðveldara og skemmtilegra að skoða myndir á veiðibók.is. Í leiðinni settum við inn myndir af flugum sem við fengum frá Mokveiði.is og þökkum við þeim kærlega fyrir þær. Núna er á veiðibók 75 myndir af flugum og viljum við hvetja notendur til að vera duglegir að setja inn góðar myndir sem þeir eiga, bæði af flugum og veiðistöðum

Við viljum líka nota tækifærið og minna á samstarf okkar við Veiðikortið.is en einsog áður hefur komið fram er núna hægt að skila veiðiskýrslum fyrir öll vötn í Veiðikortinu á veiðibók.is. Þessari nýjung hefur verið vel tekið og þökkum við notendum kærlega fyrir.

Til að skila inn veiðiskýrslu smellir þú á hlekinni "Veiðikortið 2010" vinstra meginn á síðunni, en þá ertu sendur á yfirlitssíðu Veiðikortsins. Þar er að finna lista yfir veiðistaði í Veiðikortinu og hægt að skoða hvern veiðistað, eða skila veiðiskýrslu fyrir veiðistaðinn.