Ný útgáfa af veiðibók.is
07.10.2010 kl. 20:51
Seinustu helgi var sett út ný útgáfa af veiðibók.is. Í henni voru nokkrar minni breytingar og lagfæringar, þær helstu kannski sýnilegar á forsíðunni en núna birtast myndir af völdum veiðistað, flugu og veiðiferð á forsíðunni. Einnig voru gerðar smá breytingar á fréttakerfinu.
En núna er veiðitímabilið að klárast og nú fer í hönd vinna við að breyta og bæta Veiðibók.is en við erum sífellt að leita leiða til að gera vefinn öflugri. Notendur hafa verið duglegir að senda okkur ábendingar og er það frábært. Ef það er e-ð sem þú vilt koma á framfæri til okkar, þá er um að gera að senda okkur línu hérna eða  á veidibok [hja] veidibok . is