Útgáfa 3.0 af Veiðibók.is
07.03.2011 kl. 23:11
Núna í kvöld vorum við að setja út nýja útgáfu af Veiðibók.is. Það fyrsta sem fólk tekur eftir er eflaust nýtt útlit. Það er ekki það eina sem er nýtt í þessari útgáfu en þar ber helst að nefna:

  1. Nýtt Íslandskort sem sýnir alla veiðistaði sem eru með skráð GPS hnit. Sjá hérna.
  2. Fréttaveita sem birtir allar nýjust fréttirnar af helstu veiðivefjum landsins (votnogveidi.is, veidikortid.is, svfr.is, sportveidi.is, ... Sjá hérna.
  3. Sjálfvirkar veðurspár: Fyrir veiðistaði sem eru með skráð GPS hnit þá birtist veðurspá frá næstu sjálfvirku veðurathugunarstöð. Sjá t.d. hérna á yfirlitssíðu fyrir Þingvallavatn.
  4. Hægt að skoða allar opnar veiðiferðir fyrir alla veiðistaði, ekki bara þær nýjustu.
  5. Textalýsingar við myndir.
  6. Endurbættur atburðalisti.

Svo er fullt af öðrum nýjungum sem við munum kynna betur á næstu dögum. Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar þá megiði endilega senda á okkur línu á veidibok [hja] veidibok.is eða hérna.