Uppfærsla á Veiðibók.is
03.04.2012 kl. 22:39
Í kvöld settum við í loftið nýja uppfærslu af Veiðibók.is. Í þessari útgáfu vorum við að laga nokkrar minniháttar villur, útlitsbreytingar og setja inn breytingar fyrir Veiðikortið vegna ársins 2012. Stærsti nýja viðbótin er persónulegt veiðikort þar sem notendur á Veiðibók.is geta skoðað á Íslandskorti alla veiðistað sem þeir hafa veitt á. Hægt er að sjá veiðikortið sitt með því að velja "Veiðiferðir" og svo "Mín veiði á korti". Veiðikort annara notenda eru aðgengileg af aðalsíðu þeirra (t.d. Veidibok.is/notendur/skoda/3 ) og þar er hlekkur "skoða veiði á korti". Við vonum að notendur okkar taka þessari viðbót vel. Framundan hjá okkur er frekari vinna að þróun Veiðibókar.is og er óhætt að segja að við séum mjög spenntir fyrir næstu útgáfu sem við reiknum með að setja í loftið í byrjun maí. Einsog alltaf þá hvetjum við ykkur til að hafa samband ef þið eruð með hugmynd að því hvernig við getum bætt Veiðibók.is enn frekar.