Veiðiferð skráð af: Stefán Orri Stefánsson

Veiðistaður

Dags:
 21.07.2011 20:00-22:00
Staðsetning:
 S-Múlasýsla - Austurland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Skrapp í Skriðuvatn á meðan ég var í fríi fyrir austan. Það var hlýtt en farið að hvessa svolítið með kvöldinu. Ég fór þar sem Vatnsdalsá rennur í vatnið og byrjaði með flugunni. Eftir klukkutíma hafði ég ekki orðið var og prófaði að skipta yfir í spún. Tók tvo 100-200 gr. urriða á svartan toby en annar slapp þegar hann var rétt ókominn upp á bakkann. Þeir tóku báðir langt úti í vatni og á miklu dýpi (kastaði langt og lét sökkva vel áður en ég dró inn).


Kíkti svo síðasta hálftímann í Múlaá og veiddi niður að veiðimörkum. Fékk eitt högg ofarlega á rauðan nobbler en annars sá ég ekki fisk.

Veður
veður Kaldi
Hlýtt (10°-14°)
Skýjað

Afli

Veiðimaður: Stefán Orri Stefánsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði10.1 Svartur Toby Lónið nálægt ósi Vatnsdalsár
Myndir

Img00008 20110721 2059
Skriðuvatn, 21.07....

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: