Veiðistaður

Dags:
 07.06.2012 20:00 - 08.06.2012 19:00
Staðsetning:
 Rétt fyrir utan Stokkseyri - Suðvesturland
Veiði:
 Sjóbirtingsveiði
Lýsing

Bjóst s.s. ekki við miklu en bjóst ekki við svona litlu. Vorum mest í ósnum og veiðistað 9 en prófuðum alla merkta veiðistaði, nema þessa uppi við Skipavatn. Sáum ekki fisk (fyrir utan þessa titt sem við settum í og svo sá Magnús flundru). Eina sem var skemmtilegt við þessa ferð er að ég er farinn að nota stóru stöngina mína aftur og gekk vel að kasta með henni:)


Aðeins 1 fiskur skráður í veiðibókina seinustu 10 daga.

Veður
veður Gola
Heitt (>=15°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Stefán Orri Stefánsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði10.1 Maðkur Ós

Veiðimaður: Friðrik Runólfsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Sjóbirtingur10.1 Svartur nobbler Ós
Sjóbirtingur20.1 Bleik og blá Ós

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Stefán Orri Stefánsson 10.06.2012 kl. 21:58.
Já þetta var frekar dapurt. Ég átti nú von á að sjá einhvern fisk ganga þarna um eins og síðast (júní 2008). Spurning hvort selurinn sem var að dunda sér við ósinn hafi truflað eitthvað.
Jón Þórðarson 17.07.2012 kl. 00:14.
Sæll Friðrik. Má ég forvitnast hvernig þú skiptir veiðinni svona upp á milli manna? Ég hef skráð veiðiferðir hingað sjálfur en oft spáð í því hvers vegna þetta sé ekki hægt hér, en sé núna hjá þér að þetta er greinilega hægt. Átta mig samt ekki á því hvernig.
Friðrik Runólfsson 17.07.2012 kl. 10:48.
Sæll Jón. Þetta er þannig að ef veiðiferð er skráð á veiðifélag (sérð efst fyrir aftan nafnið mitt að veiðiferðin er skráð á Veiðifélagið Motta) þá geta allir meðlimir veiðifélagsins skráð afla í ferðina. Þá birtist heildaraflinn brotinn niður eftir veiðimönnum. Hinsvegar getur einn notandi ekki skráð afla á aðra notendur. Það er spuring hvort það sé e-ð sem væri til bóta fyrir vefinn? Vona að þetta hjálpi þér og ef þú ert með einhverja aðrar hugmyndir um hvernig mætti útfæra svona "hóp-afla-skráningu" máttu endilega senda þær á mig:)
Jón Þórðarson 17.07.2012 kl. 13:15.
Já það hlaut að vera, gat engan veginn fundið útúr þessu. Ég sendi nú einhverntímann fyrirspurn um þetta á eiganda vefsins en það hefur ekkert gerst í þessu enn. Mér dettur í hug að það mætti hafa svona felliglugga til að velja veiðimanninn, en það myndi auðvitað þýða að viðkomandi veiðimaður yrði að vera notandi hér til að hægt væri að velja hann úr listanum, ekki nema að sá möguleiki væri líka að skrifa nafnið hans beint inn.(Veit samt ekki hvernig og hvort það myndi virka eins vel). En felliglugginn væri snilld og maður myndi bara reka félagana til að skrá sig hér. :) Eina sem mér dettur í hug eins og þetta er núna er að setja veiðimanninn í athugasemdir, ætli það verði ekki lendingin þar til þessu verður kippt í liðinn. Kv.. Nonni Þórðar
Stefán Orri Stefánsson 17.07.2012 kl. 15:58.
Sæll Jón. Ég og Friðrik erum einmitt eigendur vefsins og við fengum ábendinguna frá þér á sínum tíma. Þetta er eitt atriðanna sem eru efst á verkefnalistanum hjá okkur, en ég býst þó ekki við að þetta komi inn á þessu tímabili. En ég held ég sé ekki að lofa upp í ermina á mér ef ég geri ráð fyrir að þetta verði a.m.k. klárt fyrir næsta sumar :)
Jón Þórðarson 17.07.2012 kl. 18:54.
Nú ok.. þið eruð semsagt eigendurnir :), jæja þessu er þá allavega komið til skila á rétta staðinn. Redda þessu með að setja veiðimanninn í athugasemdir þar til þessu verður kippt í liðinn. Annars vil ég bara þakka fyrir góða síðu. Kv JÞ
Stefán Orri Stefánsson 17.07.2012 kl. 21:39.
Takk fyrir það :) Ekki hika við að skjóta á okkur fleiri hugmyndum.