Veiðistaður

Dags:
 05.07.2013 15:00 - 07.07.2013 15:00
Staðsetning:
 Landmannaafréttur - Hálendið
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Fór með vinnufélögunum og tveimur "lánsmönnum" í Veiðivötn. Skiptum okkur á tvo bíla. Minn bíll tékkaði á Skeifunni, þar sem einn kom á Kelly Green Nobbler 1.5 pund, Hellavatni, þar sem við sáum mórauðan mink, Litlasjó, Grænavatni, Ónefndavatni, Litla Breiðavatni, Litla Skálavatni og Stóra Fossvatni.

Hinn bíllinn veiddi 6 stykki í Litlasjó á maðk og makríl. Við gerðum ekki góða hluti en náðum þessum í Skeifunni og svo 10 stykki í Stóra Fossvatni. Ég var með 5 af þeim.

Minn bíll fékk engan fisk á fyrstu vakt en hinn bíllinn 4, á laugardeginum fékk ég tvo fiska á Sjónvarpsplaninu þegar sólin sýndi sig í smá stund, fiskurinn sem félagi minn tók í Skeifunni kom einmitt líka þegar sólin sýndi sig í smá stund. Þannig komu 3 fiskar hjá mínum bíl á laugardeginum en 1 fiskur hjá hinum. Á sunnudaginum þá fór minn bíll aftur á Sjónvarpsplanið og aftur lét sólin sjá sig. Á stuttum tíma tók félagi minn 5 stykki en ég 3 stykki. Hinn bíllinn tók einn fisk á þessari vakt.

Veðrið setti alvarlegt strik í reikninginn, bæði veiddist illa og á flakki milli vatna, fauk ein stöng af stangarhaldaranum sem brotnaði ásamt hjólinu á henni og stöngin mín hékk á lyginni en slapp. Þegar við vorum að festa stangirnar betur á bílinn þá gat maður ekki haldið augun opnum því vindurinn feykti regninu af þvílíku afli í augun á manni að það var mjög sársaukafullt. Slíkur var krafturinn að regndroparnir stungu eins og nálar í andlitinu á manni. Oft við bakkana þá brá manni hressilega þegar vindhviður nærri feyktu manni ofan í eitthvert hyldýpið. Þetta var versta Veiðivatnaferð mín til þess og bara síðasta vaktinn sem bjargaði því sem bjargað varð. Ferðin kostaði mig líka sökklínu, sökktaum og fullt af flugum. Þegar sökklínan fór þá hafði hún krækst í hraun við fætur mína og ég kippti laust í hana til að losa hana og hún virtist losna. Ég kastaði svo út og sá á eftir henni með sökktauminn og fluguna mína. Hún hafði verið föst á flugbeittri brún og skorist svona léttilega í sundur.

Fjörið á Sjónvarpsplaninu verður eftirminnilegt. Það var á í c.a. 5 hverju kasti í stuttan tíma og svo fór sólin og tökurnar hættu strax. Hitastigið hefur klárlega sitt að segja þarna enda snöggkólnaði þegar sólin fór.

Allir flugufiskarnir komu á Kelly Green Nobbler nema einn sem kom á Héraeyra. Ég fékk alla mína Kelly Green Nobbler fiska á nr 4 og held að hinir hafi líka komið á þá stærð, held alveg að nr. 6 virki og örugglega Alda líka en ég prófaði hana þegar ekkert var að gerast og það breytti engu þá en maður er ekkert að skipta þegar maður er að fá fiska ;-)

Veður
veður Rok
Kalt (0°-4°)
Rigning

Afli

Veiðimaður: Sigurgeir Sigurpálsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði10.5 Hrygna Nei Kelly Green Nobbler Stóra Fossvatn Sjónvarpsplanið
Urriði20.75 Nei Kelly Green Nobbler Stóra Fossvatn Sjónvarpsplanið
Urriði11.0 Hængur Nei Héraeyra Stóra Fossvatn Sjónvarpsplanið
Urriði11.2 Nei Kelly Green Nobbler Stóra Fossvatn Sjónvarpsplanið
Myndir

Iphone4 015
Veiðivötn, 05.07.2...
Iphone4 029
Veiðivötn, 05.07.2...
Iphone4 031
Veiðivötn, 05.07.2...
Iphone4 083
Veiðivötn, 05.07.2...
Iphone4 084
Veiðivötn, 05.07.2...
Iphone4 085
Veiðivötn, 05.07.2...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: