Veiðistaður

Dags:
 10.08.2010
Staðsetning:
 Höfuðborgarsvæðið - Suðvesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Var mættur rétt fyrir 7 og setti saman stöngina. Var með stóru stöngina, flotlínu, 11punda taum. Byrjaði með rauðan frances.
Eftir leiðsögn um svæðið, byrjuðum ég og stebbi að veiða. Ég fór í Neðri rennur. Rennan byrjar akkúrat við skiltið en ég byrjaði fyrir neðan skiltið og veiddi mig upp. Varð ekkert var þarna. Labbaði svo uppeftir, þarna rétt fyrir ofan er ómerktur foss, fannst tilvalið að prófa hann.
Reyndi í smá stund án þess að verða var. Labbaði svo aftur niður eftir til Stebba, hann hafði ekkert orðið var heldur.
Fórum ofar, uppí efri rennur (Stebbi fór í Kolla). Ég snögg veiddi neðstu 2 hylina en eyddi meiri tíma í þeim þriðja. Þar er smá barð hægra meginn, virðist vera tilvalið fyrir fisk að liggja þar undir. Skipti fljótlega um flugu, í einhverja svarta.
Voru öðruhverju smá tökur í hylnum, en virtist bara vera staðbundinn tittur. Sá svo fisk snúa sér, sem ég var nokkuð
viss um að væri sjógenginn. Hélt því áfram, náði einum titt á land fljótlega, staðbundinn, ekki viss hvort þetta hafi verið sá sem ég sá. Fór næst uppí Blika, veiddi hann u.þ.b. hálfan án þess að verða var. Skipti þá yfir í hitch. Veiddi allan hylinn án þess að verða var en hitchið fékk smá athygli. Fór næst aftur niður í Kolla, hitchaði hann fram og til baka, bæði upstream og frá hlið án þess að verða neitt var.

Fór næst niður í Berghyl, veiddi hann upstream fyrir ofan klettabarðið (svo lítið í ánni að ég hélt að neðri hlutinn héldi engum fiski) með hitchinu en fékk engin viðbrögð. Sótti minni stöngina fljótlega og setti rauðan frances á hana. Veiddi hylinn eins, upstream án þess að verða var.
Festi svo einu sinni í stein sem er ofarlega í hylinum. Fór uppá klettana við hliðina á hylunum til að losa (vörðurinn var búinn að var okkur við því, það myndi styggja fiskinn). Náði að losa og henti svo beint út og þá tók lítill birtingur. Missti hann í löndun, kæruleysi.
Fór næst niður á Pallinn, veiddi hann frá vesturhlið án þess að verða var. Renndi næst í sjávarfossinn en ekkert gerðist. Fór niður fyrir fossinn og veiddi hann upstream en ekkert gerðist, það er erfitt að veiða þennan foss með flugu. Svo kom Stebbi til mín, klukkan var orðin 12:45, sagðist vera með 1 og hálfan maðk. tókum rock paper
scissors uppá heila maðkinn. ég vann, setti maðkinn á henti útí, dorgaði nokkrum sinnum og þá var tekið í, ágætis birtingur um 1 pund. Stebbi reyndi svo með hálfa maðkinum en án árangur, sáum samt lax þarna, hefur sennilega verið 5-6 pund.

Byrjuðum seinni vaktina á neðra svæðinu. Ég byrjaði á Berghyl. Ég ákvað að labba niður fyrir klettabarðið og veiða mig upp hann. Veiddi mig rólega upp, eftir um 10 min sá ég 2 fiska liggja þar í smá polli. Eftir nokkur köst var ég búinn að styggja þá og þeir tóku þá á rás niður. Sá svo annan fisk fara upp í efri hluta Berghyls. Veiddi hann svo án árangurs, sá samt einn ágætis fisk stökkva þar. Labbaði svo næstum alla leið niður að Palli og veiddi mig aftur upp að berghyl, var að vonast til að rekast á fiskana sem ég fældi niður. Fann þá ekki, en sá einn lax í flúðum fyrir neðan Berghyl. Kastaði á hann án árangurs.
Svo var ég að labba uppeftir til móts við Stebba, hringi í hann þegar ég er að vera kominn að gögnubrúnni. Þá sagði hann mér frá einhverjum hnulla sem hann hafði séð beint fyrir neðan göngubrúnna. Ég ákvað þá að veiða þetta svæði. Byrjaði svona 15m fyrir neðan hana og veiddi mig upp.
Varð ekkert var fyrren ég er komi svona 5m frá göngubrúnni, þá kemur þessi líka kafbátur á rólegri siglingu að neðan.
Hafði sennilega legið í sefinu við hinn bakkann. Hann var þarna heillengi að dóla sér beint fyrir neðan brúnna. Ég kastaði og kastaði á hann, hann sýndi flugunni áhuga einu sinni og einu sinni en tók ekki.
Skipti yfir í rauðan frances og hélt áfram að lemja á fiskinn án árangurs. Hann fór svo alveg undir brúnna, fast við bakkann og þá missti ég af honum og sá hann aldrei aftur.

Fórum næst uppað stífluhyl um kl 18:30. Eftir smá utanvegaakstur og ratleik enduðum við loks á réttum stað. Stebbi byrjaði í Stífluhyl, ég ákvað að labba niðureftir, fór alla leið niður í Hornhyl. Þegar ég var rétt kominn þangað hringdi stebbi, sagði mér að drulla mér upp að stíflu, það væri allt að gerast þar. Ég ákvað að veiða hylinn fyrst ég var nú kominn að honum. Veiddi hann upstream, gerði það svolítið kæruleysislega, það var mikill gróður þarna og ég sá ekkert líf, var kannski kominn með hugann upp að stíflu.Dreif mig uppeftir til Stebba. Þar var smá gára á hylnum og svolítið hvasst. Laxinn var að stökkva í gríð og erg og svo var hann líka mikið að taka í yfirborðinu, sérstaklega á einum blett. Stebbi var að kasta á hann og ég byrjaði að kasta líka á hylinn svolítið ofar. Varð ekkert var þar og ekki mikið af tökum eða stökkum á þessu svæði. Stebbi fór svo í einhverjar framkvæmdir, ég fór þá fyrir neðan þar sem hann hafði verið og fór að kasta neðst á svæðið þar sem fiskarnir voru að koma upp aftur og aftur. Dúndraði rauðum frances hægri vinstir á þá án árangurs. Var nýbúinn að segja við Stebba að sennilega vildu þeir ekki borða rauðan frances þegar að ég fékk töku. Hún var mjög grönn og fiskurinn tók alls ekki mikið á fyrst. Svo fór hann að berjast vel þegar ég fór að taka aðeins á honum, tók 3 mjög góð stökk, þar sem ég var sennilega heppinn að missa hann ekki. Var sennilega með hann á
í um 10min, alltaf þegar ég reyndi að koma með hann að landi eða Stebbi setti háfinn út þá tók hann á rás út aftur.
Svo var hann orðinn ansi þreyttur, var farinn að sýna magann, þá tók ég vel á honum og Stebbi háfaði hann glæsilega.
Þetta var helvíti ljúft.
Veiddi stífluhylinn aðeins meira, Stebbi samt aðalega, setti í 3 laxa en missti þá alla. Fórum svo aftur niður eftir seinustu 40min. Ég fór enn og aftur í berghylinn og nú ætlaði ég svo sannarlega að byrja fyrir neðan klettana og ekki styggja fiskana.
Veiddi mig rólega upp, lenti svo í því að festa, fór þá aðeins uppfyrir og við það styggðust 2 fiskar og ruku niður hylinn.
Ég fór þá á efri staðinn og veiddi hann aðeins án árangurs. Fór svo aftur niður fyrir og veiddi það seinustu 10min
og þá var strax kominn aftur fiskur á þennan stað. Lamdi á hann í um 10min án árangurs.

Flottur dagur hjá mér en veit að Stebbi var ekki alveg jafn sáttur.

Veður
veður Gola
Heitt (>=15°)
Hálfskýjað

Afli

Veiðimaður: Friðrik Runólfsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Sjóbirtingur10.540.0 Maðkur Sjávarfoss
Lax12.3563.0 Hrygna Nei Rauður Frances Stífluhylur
Myndir

Img 2383 small
Úlfarsá (Korpa), 1...
Img 2396 small
Úlfarsá (Korpa), 1...
Img 2397 small
Úlfarsá (Korpa), 1...
Img 2387 small
Úlfarsá (Korpa), 1...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: